Barðaströnd: ljósleiðaraverkefnið kostar 24 milljónir króna

Davíð Rúnar Gunnarsson, verkefnisstjóri og slökkviliðsstjóri á Patreksfirði hefur farið yfir kostnaðaráætlun ljósleiðaraverkefnisins á Barðaströnd að nýju. Í ljós kom að áætlunin um kostnað var verulega ofmetin. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun er heildarkostnaður áætlaður 24 milljónir króna. Fjarskiptasjóður styrkir verkefnið um 13,5 milljónir króna. Vesturbyggð mun greiða allt að 5 milljónir króna og mismuninn er áætlað að notendur greiði með tengigjöldum. Lögheimili og fyrirtæki á Ströndinni munu greiða 250 þúsund króna í tengigjald og sumarbústaðir 350 þúsund krónur.

DEILA