49% í símanum undir stýri

MMR gerði könnun dagana 8. til 12. nóvember 2018 þar sem spurt var um notkun á farsíma undir stýri og var heildarfjöldi svarenda 1048 einstaklingar, 18 ára og eldri. Könnunin sýnir að nærri helmingur svarenda hafði notað síma undir stýri á síðustu 12 mánuðum og þar af 34% án þess að hafa handfrjálsan búnað. Hins vegar hækkandi hlutfall þeirra sem nota þann búnað.

 

Helstu niðurstöður:

  • 49% landsmanna segjast hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu 12 mánuðum og 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfráls búnaðar. Þá kváðust 16% hafa notað farsíma til að skrifa og/eða lesa sms, tölvupóst eða önnur skilaboð við akstur.
  • Hlutfall þeirra landsmanna sem notað hafa farsíma undir stýri fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar hefur lækkað með hverri mælingu frá árinu 2010 og er nú í fyrsta skipti lægra en hlutfall þeirra sem notað hafa farsíma fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði við akstur.
  • Karlar (41%) reyndust líklegri en konur (27%) til að segjast hafa notað farsíma fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar við akstur.
  • Svarendur í yngsta aldurshópi voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast hafa tekið símtöl án handfrjáls búnaðar (46%), notað leiðsögukort (58%) og skrifað og/eða lesið skilaboð (32%) undir stýri.
DEILA