Stórum alþjóðlegum hópi vísindamanna hefur tekist að mæla alla samanlagða stjörnubirtu alheimsins og endurskapað gang stjörnumyndunnar yfir tímabil sem nær yfir 90% af sögu alheimsins. Grein um niðurstöður hópsins birtist í nýjasta hefti hins virta vísindatímarits Science sem kemur út á morgun en meðal helstu forsprakka rannsóknarinnar er Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans.
Í greininni segir Kári Helgason að niðurstöðurnar sýni að fyrri hugmyndir vísindamanna um stjórnumyndun í alheiminum voru á réttri leið.
Greinina í heild sinni er að finna undir aðsendar greinar.