Barnaóperan Kalli og Sælgætisgerðin sem Tónlistaskóli Ísafjarðar og Ópera Vestfjarða sýna nú í Hömrum hafa hlotið fádæma vinsældir. Svo vinsæl er uppfærslan að það er uppselt á allar fimm sýningarnar, bæði þær sem eru búnar og sýningarnar tvær sem eftir eru. Hamrar taka 79 manns í sæti svo þegar yfir lýkur hafa tæp fjögurhundruð manns séð óperuna. Ekki er þó öll von úti fyrir þá sem misstu af miðum, því Ágúst Atlason og Ásgeir Þrastarson frá Gústi Productions munu taka öll herlegheitin upp á sýningunni í dag. Áhugasamir geta síðan keypt upptöku hjá Tónlistarskólanum.
Barnaóperan Kalli og Sælgætisgerðin er eftir Hjálmar Ragnarson og Böðvar Guðmundsson. Sibylle Köll og hljómsveitarstjóri Beata Joó. Þátttakendur eru nemendur og kennarar Tónlistarskólans auk gesta. Leikarar eru eftirfarandi:
Kalli
Svava Rún Steingrímsdóttir
Jói afi
Páll Gunnar Loftsson
Villi Wonka
Pétur Ernir Svavarsson
Hr. Bucket, Kaupmaður, faðir Kalla
Sindri Freyr Sveinbjörnsson
Blaðsali , Frú Teewee
Sigríður Erla Magnúsdóttir
Hr. Salt
Ásrós Helga Guðmundsdóttir
Mikki Teewee
Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir
Vera Salt
Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir
Sæbjörg
sfg@bb.is