Mikið er rætt um þriðja orkupakkann þessar vikurnar. Telja sumir að lögfesting eigi þriðja orkupakkann.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur samið spurningar og svör við þeim um málið. Jafnframt er vísað í greinar og kynningar sem þykja upplýsandi um þriðja orkupakkann.
Slóðin er https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/orkumal/spurningar-og-svor-um-thridja-orkupakka-esb/
Sem dæmi er spurningin: Hvað felst í þriðja orkupakkanum?
Svarið sem gefið er : Þriðji orkupakkinn er framhald á markaðsvæðingu framleiðslu og sölu á raforku, sem var innleidd hér á landi með fyrsta og öðrum orkupakkanum í gegnum raforkulög árin 2003 og 2008.
Þriðji orkupakkinn, eins og hinir tveir fyrri, felur í sér ákvæði um rétt neytenda og neytendavernd, aðgang að flutnings- og dreifikerfum rafmagns, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar (framleiðslu og sölu) frá einokunarrekstri (flutningi og dreifingu) og fleira í þá veru.
Helstu nýmælin í 3. orkupakkanum eru:
- Aðgreina skal flutningskerfi (Landsnet) frá öðrum rekstri á orkumarkaði (eigendaaðskilnaður) en Íslandi var veitt undanþága frá þessu ákvæði. Það þýðir að við ráðum því sjálf hvernig eignarhaldi Landsnets er skipað.
- Ítarlegri ákvæði eru um sjálfstæði raforkueftirlitsins. Tryggja skal að eftirlitsaðili (raforkueftirlit Orkustofnunar) sé bæði sjálfstæður gagnvart aðilum á markaði og stjórnvöldum. Eftirlitsaðilinn fær nýjar heimildir til að áminna og sekta fyrirtæki fyrir brot á reglunum og aukið hlutverk varðandi neytendavernd og eftirlit með smásölu- og heildsölumarkaði. Þetta styrkir markmið laganna um virka samkeppni.
- Sett er á stofn Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) sem ætlað er að aðstoða lögbundna eftirlitsaðila í störfum sínum og eftir atvikum samhæfa aðgerðir þeirra. Orkustofnun tók á sínum tíma þátt í störfum forvera þessarar stofnunar.
- Neytendavernd er áfram sterk og styrkist; til að mynda er kveðið á um aukinn rétt neytenda til upplýsinga og rétt þeirra til að skipta um orkusala innan þriggja vikna.