sjávarútvegur: laun lækka um 10 milljarða króna

Júlíus Geirmundsson. Mynd fengin af Facebooksíðu skipsins.

Laun og tengd gjöld í sjávarútvegi lækkuðu um 10 milljarða króna á milli ára, frá 2016 til 2017. Þessi liður var 84 milljarðar króna 2016 en lækkaði í 74 milljarða króna árið 2017. Um er að ræða laun og tengd gjöld bæði í vinnslu og veiðum.

Í vinnslunni voru laun og tengd gjöld óbreytt á milli ára 33,4 milljarðar króna. Allur samdráttur í launum í sjávarútvegi kemur fram í aflahlutum sjómanna. Þeir voru 36,4 milljarðar króna árið 2016 og lækkuðu í 26,9 milljarðar króna árið 2017. Við þennan samdrátt í beinum tekju bætist svo lækkun á launatengdum gjöldum um einn milljarð króna.

DEILA