Í dag, þriðjudaginn 27. nóvember verða tafir á Bíldudalsvegi (63) milli Bíldudals og Tálknafjarðar (Seljadal) vegna viðgerða á ræsi. Búið er að útbúa hjáleið á staðnum. Vegfarendur eru beðnir ađ sýna tillitsemi.
Að öðru leyti er færðin þannig að hálka og þoka er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálka er í Ísafjarðardjúpi og á helstu fjallvegum og hálsum en hálkublettir víðast hvar annarsstaðar.
Sæbjörg
sfg@bb.is