Opin bók í Edinborg

Finnbogi Hermannsson með prímusinn.

Liðlega 100 manns mættu í Edinborgarhúsið á laugardaginn til þess að hlýða á bókakynningu. Kynntir voru sex rithöfundar. Þeir voru Auður Ava Ólafsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Finnbogi Hermannsson,Halldóra Thoroddsen, Jón Jónsson og Rúnar Helgi Vignisson.

Auður Ava og Halldóra komust ekki vestur þar sem ekki var flogið á laugardaginn, en lesið var upp úr verkum þeirra. Rúnar Helgi, vissi betur sem gamall Ísfirðingur og kom keyrandi.

Tókst vel til með kynninguna og rithöfundarnir stóðu sig prýðilega í kynningu á verknum. Finnbogi Hermannsson brá á leik og kom með prímus af þeirri gerð sem um getur í bók hans og kveiki á honum á sviðinu. Þetta hlýtur að koma til álita sem uppistand ársins hjá Finnboga.

Myndirnar tók Kristinn H. Gunnarsson.

Jón Jónsson, Strandamaður og Ester Sigfúsdóttir, eiginkona hans.
Eiríkur Örn Norðdahl.
Rúnar Helgi Vignisson.
Anna Sigríður Ólafsdóttir, Matthildur Jónu- og Helgadóttir og Andrea Harðardóttir.

DEILA