Norskt fiskeldi með sjálfbærustu framleiðsluna

Breska vottunarfyrirtækið Farm Animal Investment Risk and Return (FAIRR) hefur gefið út að norkst fiskeldi sé sjálfbærasta matvælaframleiðslan í heiminum og þar er norskra eldisfyrirtækið Leröy efst á blaði. Þetta kemur fram á norska vefmiðlinum laks.no í fyrradag. Tilgangur vottunarinnar er að gefa fjárfestum upplýsingar um frammistöðu í umhverfismálum og sjálfbærni matvælaframleiðslu.  Litið er á framleiðslu á gróðurhúsalofttegundum við framleiðsluna, vatnsnotkun, sýklalyfjanotkun, dýravelferð, vinnuaðstöðu og matvælaöryggi við einkunnagjöfina.

Fyrirtækið Leröy er stór framleiðandi í fiskeldi og framleiddi 150 þúsund tonn af lax og silungi árið 2016 að verðmæti um 120 milljarða íslenskra króna á gengi í dag.

Verður að telja þessa niðurstöðu mjög hagstæða fyrir norskt fiskeldi.

DEILA