Mögulegt að selja fisk á mánudagsmarkaði í Hull

Skálafell kemur á þriðjudögum á Ísafjörð. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Hjá Ísafjarðarhöfn bárust þær fréttir í gær að nýr kafli hafi byrjað í strandsiglingum Samskipa þegar Skálafell kom til Ísafjarðar. Skálafell er lestað með lyftara frá landi og hann landar á Ísafirði á þriðjudögum. Þaðan fer það til Bíldudals og svo til Reykjavíkur. Á sunnudögum losar Skálafell í Hull á Bretlandi. Þessar siglingar opna þess vegna leið fyrir þá sem enn eru að fiska beint á Bretlandsmarkað. Þeir sem landa um miðja viku á Ísafirði geta verið komnir með vörur á mánudagsmarkað í Hull. Þetta er mikið og gott tækifæri sem opnast þarna fyrir tilstuðlan Samskipa.

Mynd: Ísafjarðarhöfn.
Skálafell er lestað með lyftara frá bryggju. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA