Miðflokkurinn: breytingartillögur við fjárlagafrumvarp 2019

Miðflokkurinn hefur kynnt tillögur sínar til breytinga á fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta árs, en það er til meðferðar á Alþingi. Í greinargerð með tillögunum segir „að ríkisútgjöld munu aukast um 57 milljarða á árinu 2019, eða um rúmlega einn milljarð á viku samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs eru enn mjög miklar þó þær hafi lækkað með lægri skuldum ríkissjóðs. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er reiknað með að þær verði um 40 milljarðar króna á næsta ári.“

Þá segir að ríkisstjórnin komi ekki nægjanlega til móts við öryrkja og eldri borgara, biðlistar séu of langir í heilbrigðiskerfinu og þar stefni í óefni. Þá vill Miðflokkurinn að nýr Landsspítali verði reistur á öðrum stað en ráð er fyrir gert.

Helstu breytingartillögur flokksins eru:

Miðflokkurinn leggur til að tryggingagjaldið lækki um 0,5%.

Kolefnisgjald verði ekki hækkað um 10% og stórfelld hækkun síðustu fjárlaga felld úr gildi. Séreignarsparnaður við kaup á fasteign verði heimilt að nota til þess að borga niður húsnæðislán verði áfram í gildi og falli ekki niður um mitt árið 2019.

Atvinnutekjur eldri borgara skerði ekki lífeyrisgreiðslur.

Hækkun til Tollstjóra til að auka við fíkniefnaeftirlit um 100 milljónir.

Sérstakt átak til að berjast gegn kennitöluflakki í atvinnurekstri, 60 milljónir til Embættis Skattrannsóknarstjóra og 60 milljónir til Embættis Ríkisskattstjóra.

sérstaka fjárveitingu til byggingar hjúkrunarrýma fyrir aldraða upp á 270 milljónir til þess að leysa bráðvandann.

Að komið verði til móts við öryrkja og þeim tryggðar 1.100 milljónir. Verður það gert með því að fresta framkvæmdum við nýbyggingu Húsi íslenskra fræða og í formi arðgreiðslu frá ríkisbönkunum.

 

DEILA