Í dag kl. 14 veita fulltrúar Umhverfisstofnunar Málningu hf. Svansleyfi fyrir alla innanhússmálningu sem fyrirtækið framleiðir. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk málning fær Svaninn og er því blað brotið í umhverfismálum. Með umhverfismerkinu Svaninum er lögð áhersla á að lágmarka skaðleg efni til að áhrif á heilsu og umhverfi séu sem minnst.
Fyrir vottun á málningu er lögð mikil áhersla á að tryggja heilnæmt inniloft. Með framleiðslu á slíkri vöru hérlendis er líka hægt að draga úr kolefnisspori, þar sem komist er hjá því að flytja inn vatn (sem er bundið í innfluttum vörum)
Málning er 38. fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur Svansvottun og nær leyfið yfir um 27 tegundir innanhúsmálningar.
Sæbjörg
sfg@bb.is