Lýsir eftir þjóðfræðingum á Vestfjörðum

Jón Jónsson tók myndina af þessari tröllkonu.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Ströndum-Þjóðfræðistofa, lýsir nú eftir þjóðfræðimenntuðu fólki á Vestfjörðum sem hefur áhuga á að taka þátt í verkefni um þjóðtrú fyrr og nú.

Rannsóknarsetrið er nefnilega að undirbúa viðamikla umsókn í Uppbygginarsjóð Vestfjarða um þjóðtrú og þarf af því tilefni að komast í samband við sem flesta þjóðfræðinga. Jón Jónsson, verkefnastjóri Rannsóknarsetursins skrifaði: „Við vitum kannski um nokkur með þessa menntun á svæðinu, en það er alls ekki öruggt að við höfum yfirsýn yfir ykkur öll. Vinsamlegast hafið samband í skilaboðum ef ykkur langar að vera með, hvort sem þið eruð að vinna í þjóðfræðitengdum störfum eða einhverju allt öðru!“

Sæbjörg

sfg@bb.is

 

DEILA