Gilsfjarðarbrú 20 ára

Gilsfjörður, vegur og brú vígsludaginn 30. okt. 1998. Mynd: Vegagerðin.

Liðin eru rétt 20 ár síðan Gilsfjarðarbrú var formlega opnuð fyrir umferð. Var sannarlega um mikla samgöngubót að ræða. Gilsfjörðurinn gat verið erfiður, veður vond, hálka og hvassviðri. Athöfnin fór fram þann 30. október 1998.

Nýi vegurinn var alls 10,2 km að lengd með brú. Vegurinn styttist um 17,3 km. Kostnaðurinn varð um 820 milljónir króna, sem jafngildir um 3,6 milljörðum króna á verðlagi í dag. Kostnaðaráætlun var um 645 milljónir króna og fór verkið  um 25% fram úr áætlun. Verktaki var verkatakfyrirtækið Klæðning hf í Kópavogi.

Byrjað var að álykta um brú um 1980. Vegagerðin gerði fyrstu úttektina árið 1984. Verkið var boðið út í lok árs 1995 og vegurinn tekinn í notkun 1998. Segja má að það hafi tekið nærri 20 ár að komast í mark.  Enn er kallað á  stórframkvæmdir í A-Barðastrandarsýslu og það virðist ætla að taka meira en 20 ár að þessu sinni að láta næsta draum rætast.

Vegagerðin á góðar myndir frá vígsluathöfninni sem bb.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta.

Viktor A. Ingólfsson 30 Gilsfjörður, vegur og brú vígsludagur.
Viktor A. Ingólfsson 30 Gilsfjörður, vígsla Halldór Blöndal.
Viktor A. Ingólfsson 30 Gilsfjörður, vígsla Jóna Valgerður Kristjánsd.
Viktor A. Ingólfsson 30 Gilsfjörður, vígsla í Vogalandi.
Viktor A. Ingólfsson 30 Gilsfjörður, vígsla í Vogalandi.
Viktor A. Ingólfsson 30 Gilsfjörður, vígsla Finnbogi Hermannsson og Halldór Blöndal.
Viktor A. Ingólfsson 30 Gilsfjörður, vígsla í Vogalandi.
DEILA