Fegurð og kyrrð á Ströndum í morgun

Hólmavík vaknar í húminu. Mynd: Jón Jónsson.

Þó að veður séu aðeins farin að kólna hér fyrir vestan þá er tæplega hægt að kvarta undan veðurblíðunni. Víða um firði eru dagarnir stilltir, lognið bærir varla á sér og stjörnur og tungl lýsa svefndrukknum veginn til að starfa í morgunsárið. Svo var einnig á Hólmavík í morgun en þá unnu starfsmenn bryggjunnar og Hólmadrangs ötulum höndum að því að landa rækju fyrir vinnsluna. Jón Jónsson náði þessum fallegu myndum af verknaðinum og það er ekki úr vegi að staldra við í skammdeginu og njóta þess sem náttúran býður upp á.

DEILA