Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Vestfirði og landið allt fram á aðfaranótt föstudags. Björgunarfélag Ísafjarðar er í startholunum ef einhverjir skyldu þurfa aðstoð en það er betra að vera viðbúin og festa allt sem fokið getur og loka lausamuni og lítið fólk inni á öruggum stöðum. Veðurspáin fyrir daginn í dag hljóðar þannig:
Gengur í norðaustan 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi. Færð mun spillast smám saman og skyggni fer minnkandi þegar líður á daginn. Líkur á samgöngutruflunum. Samkvæmt vegagerðinni er færðin þannig að Víðast hvar eru aðeins hálkublettir en sumstaðar er að byrja að snjóa. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði hefur verið lokað vegna versnandi veðurs.
Sæbjörg
sfg@bb.is