Átta framúrskarandi fyrirtæki á Vestfjörðum

Fr´afhendingu viðurkenninga í Hörpu í gær. Mynd:Creditinfo.

Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu í gær fyrir rekstrarárið 2017. Á listanum eru  857 fyrirtæki eða 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Þar af eru 8 vestfirsk fyrirtæki. Fjögur fyrirtækjanna eru á Ísafirði, tvö í Bolungavík, eitt á Patreksfirði og eitt á Drangsnesi.  Eitt þeirra er í hópi stórra fyrirtækja, þrjú eru meðalstór og fjögur eru flokkuð sem lítil.

Fyrirtækin eru:

Oddi hf á Patreksfirði (stórt) framkvæmdastjóri er Skjöldur Pálmason

Birnir ehf í Bolungavík (meðalstórt) framkvæmdastjóri er Sigríður Rósa Símonardóttir

Endurskoðun Vestfjarða ehf Bolunagvík (lítið) framkvæmdastjóri er Elín Jónsdóttir.

A.Ó.A. útgerð ehf Ísafirði ( meðalstórt) framkvæmdastjóri er Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson

Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar ehf Ísafirði (lítið) framkvæmdastjóri er Hafsteinn Ingólfsson

Vestri ehf Ísafirði (lítið) framkvæmdastjóri er Gísli Jón Hjaltason

Útgerðarfélagið Skúli ehf Drangsnesi (meðalstórt) framkvæmdastjóri er Óskar Torfason

Vélsmiðjan Þristur ehf Ísafirði (lítið) framkvæmdasjóri er Kristinn Mar Einarsson

Skilyrði fyrir því að komast á listann framúrskarandi fyrirtæki eru:


·       Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
·       Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. September
·       Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo 
·       Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
·       Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði)
·       Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
·       Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
·       Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
·       Eignir yfir 100 milljónir króna 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna                 2015 (breytt skilyrði)

DEILA