Í kvöld verður Würth með vörukynningu í Edinborgarsalnum frá kl 18:00 – 21:00
Á kynningunni verður fatnaður, skór, festingar, ORSY skipulagstöskur og ný 18volta vörulína af verkfærum. Sérfræðingar að sunnan á staðnum.
Hnífsdælingurinn Róbert Heimir Hnífsdal Halldórsson sölu- og markaðsstjóri kemur en hann er að flytjast til Kína og verður því þessi heimsókn nokkurs konar kveðjuheimsókn, í bili alla vega.