Vesturbyggð: D listinn fær formann tveggja nefnda

Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti N-lista og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

D listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Vesturbyggð fær formann í tveimur veigamiklum nefndum sveitarfélagsins. Annars vegar er Friðbjörg Matthíasdóttir formaður í skipulags- og umhverfisráði og hins vegar er Guðrún Eggertsdóttir  formaður í fræðslu- og æskulýðsráði. Þetta vekur athygli þar sem D-listinn er í minnihluta og hefur ekki afl til þess að fá formann í nefnd. Eru nýir tímar að renna upp í Vesturbyggð?

Iða Marsibil Jónsdóttir, forstei bæjarstjórnar og oddviti N-lista, sem vann meirihluta bæjarfulltrúa í bæjarstjórninni í kosningunum í vor, segir að þetta sé ágætisleið af hálfu N-lista til þess að sýna í verki þann vilja listans að þau vilji dreifa valdi og eiga gott samstarf við alla sem bæjarbúar hafa treyst til verka í bæjarstjórn. „Við buðum D-listanum þetta og þau þáðu það“ segir Iða Marsibil.

DEILA