Á nýafstöðun Fjórðungsþingi á Ísafirði um síðastliðnu helgi var ályktað um rækjuveiðar í fjörðum á Vestfjörðum. Vilja sveitarstjórnarmenn að Vestfjarðastofa yfirtaki rannsóknir og veiðistjórnun á innfjarðarækjustofnum.
Ályktunin er svohljóðandi:
Þriðja haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga leggur til að stofnaður verði rækjuklasi eða vinnuhóp á Vestfjörðum sem taki yfir rannsóknir og veiðistjórnun á öllum innfjarðarækjustofnum við Vestfirði. Vestfjarðastofa yrði fengi til að leiða þá vinnu og tengja saman í hóp, sjómenn, fræðimenn og aðra þá aðila sem æskilegt er að taki þátt í verkefninu.
Greinargerðin sem fylgir með ályktuninni er eftirfarandi:
Það er sannarlega átakanlegt að fylgjast með því hvernig rækjuiðnaðurinn, veiðar og vinnsla, fór úr því að vera öflug atvinnugrein niður í það að vera smá skuggi af fyrri frægð, á örfáum árum. Mest varð rækjuveiði íslendinga árið 1996, þegar heildaraflinn á innfjarðarrækjustofnum við landið náði 12.500 tonnum og úthafsstofninn gaf 55.000 tonn. Með veiðum á fjarlægjum veiðisvæðum, náði rækjuafli lönduðum úr íslenskum skipum 89.000 tonn það árið. Á síðustu vertíð var aflinn rúm 300 tonnum úr öllum innfjarðarrækjustofnum við Ísland. Það er bara úr stofninum í Ísafjarðardjúpi, sem á góðum árum hefur farið upp í 3000 tonn. Á þessu virðist enginn bera ábyrgð, enginn virðist hafa nein svör við því hvað gerðist og enginn má reyna að vinna í því að ná þessari atvinnugrein aftur til baka. Við Vestfirði hafa í gegnum tíðina verð þrír nokkuð öflugir innfjarðarrækjustofnar, í Arnarfirði, Ísafjararðrdjúpi og í Húnaflóa. Þá hafa stundum verið gerðar tilraunir með rækjuveiðar í innfjörðum norðarnverðs Breiðafjarðar. Full þörf er á að nálgast rannsóknir og veiðiráðgjöf á rækju úr nýrri átt. Alger friðun á 6 af 8 innfjarðarrækjustofnum við Ísland síðustu áratugi er dæmi um skelfilega þröngsýni og á satt að segja fátt skylt við vísindi eða gagnrýna hugsun. Eina sem þessi friðun innfjarðarækjustofna hefur sannað, er að rækjustofnar verða ekki byggðir upp með algerri friðun. Mikil hætta er að rækjustofnarnir í Arnarfirði og í Ísafjarðardjúpi, fari sömu leið og aðrir innfjararækjustofnar, að nýtingu þeirra verði endalega hætt vegna rangrar ráðgjafar, skorts á rannsóknum og hræðslu vísindamanna. Tjónið af þessari röngu nálgun, bera þau samfélög sem búa við þessar auðlindir og má varlega áætla að vestfirðingar séu að missa af rúmum milljarði í aflaverðmæti á hverju ári, við núverandi ástand, þegar eingöngu er horft til innfjarðarækjustofna. Markmið verkefnisins er að stuðla að því að þessi auðlind sem er við bæjardyr vestfirðinga verði nýtt samfélaginu til heilla, skapi verðmæti inn á svæðið og auðgi atvinnulífið með því að stuðla og vonandi tryggja allt að eitthundrað vel launaðra starfa sjómanna.