Veiðikvóti á rjúpu minnkaður um 33%

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands.

Skotvís gerir athugasemdir við þá tillögu Náttúrurfræðistofnunar Íslands til Umhverfisráðherra að minnka veiðikvóta á rjúpu um 33%. Ármann Áki Jónsson, formaður félagsins segir í fréttatilkynningu að Skotvís hafi setið samráðsfund með Náttúrurfræðistofnun Íslands  þar sem fram hafi komið hjá stofnuninni að :

„veiðistofn rjúpu mælist um og yfir 900.000 fugla sem er með stærstu mælingu frá upphafi talninga 1981 og kynnti NÍ ráðleggingar sínar um að veiða 89.000 rjúpur. Í rökstuðningi NÍ kom fram að ljóst væri eftir að sölubann var sett á rjúpu, að fjöldi veiðidaga skipti ekki lengur máli. Sóknin væri sú sama. Veiðimenn sýndu ábyrgð og stunduðu hóflegar veiðar. Góður samhljómur var á fundinum og engin ágreiningur.“

Hins vegar hafi tæpum sólarhring eftir samráðsfundinn, NÍ sent svo umhverfisráðherra tillögur sínar og er þá skyndilega komin á þá skoðun að beita skuli varúðarreglu og að veiðiþol rjúpnastofnsins sé nú 67.000 fuglar. „Dægursveifla ráðgjafar NÍ er því 22.000 fuglar eða um það bil 33%.  Og þrátt fyrir að í greinargerð með ráðgjöf sinni komi skýrt fram að fjöldi veiðidaga hafi engin áhrif á veiðar vill NÍ samt sem áður EKKI leggja til fjölgun veiðidaga.“ segir Áki Ármann ennfremur.

„Athygli vekur að stofnunin kýs nú að nota ekki gögn um viðkomu rjúpnastofnsins á NA-landi, eins og ætíð, enda gagnasafnið þar miklu stærra og þar af leiðandi áreiðanlegra. Í stað þess ákveður NÍ að breyta til og nota viðkomu frá suðvesturlandi til að reikna út veiðiþolið.. Rökstuðningur NÍ er að sökum slæmrar tíðar á SV-landi í sumar sé rétt að beita varúðarreglu. Að mati SKOTVÍS er hér um hentistefnu en ekki vísindalega veiðistjórnun að ræða.Að mati SKOTVÍS er hér um hentistefnu en ekki vísindalega veiðistjórnun að ræða. Að beita varúðarreglu þegar ljóst er að veiðstofn rúpu hefur sjaldan verið stærri frá því að markvissar talningar hófust, getur ekki verið trúverðugt. Er réttlætanlegt að beita “varúðarreglu” þegar stofninn er í hámarki og rjúpu fjölgar um allt land? Að mati SKOTVÍS þá er verið að gengisfella varúðaregluna með slíkri hentistefnu.“

SKOTVÍS telur talsvert rúm vera fyrir fjölgun veiðidaga en sættir sig við fjölgun á 12 dögum í 18 á þessu hausti. Veiðidagar á rjúpu voru 68 fyrir 2003.

DEILA