Veiðifélög vara við opnu sjókvíaeldi í bréfi til alþingismanna

Formenn tíu veiðifélaga hafa sent alþingimönnum í Norvesturkjördæmi bréf þar sem varað er við sjókvíaeldi og lagst er sérstaklega gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Bréfið er svohljóðandi:

Alþing­is­menn og ráð­herrar Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Í fram­haldi af ágætum fundi með alþing­is­mönnum Norð­vest­ur­s­kjör­dæmis ( HB, LRM, SPJ og GB ) þann 15. októ­ber s.l. eru hér á eftir til­færð helstu áherslu­at­riði sem nefndar voru á fund­in­um.

Til­efni fund­ar­ins sem boðað var til að ósk for­svars­manna veiði­fé­laga í Húna­vatns­sýslu, er fyr­ir­hugað sjó­kvía­eldi á laxi í opnum sjó­kvíum í Ísa­fjarð­ar­djúpi.

1) Eldi í opnum sjó­kvíum er atlaga að búsetu í sveit­u­m Í  Húna­vatns­sýslu eru um 280 lög­býli sem hafa tekjur af lax­veiði­hlunn­ind­um, auk margra jarða sem hafa tekjur af sil­ungs­veiði.

Bændur og aðrir veiði­rétt­ar­eig­endur hafa lagt sig fram um að vernda, við­halda og umgang­ast þessa auð­lind með þeirri virð­ingu, sem henni ber,  þannig að orð­spor lax­veiðiáa verði sem allra best. Jafn­framt hafa verið settir miklir fjár­munir í að bæta aðstöðu veiði­manna s.s. með góðum aðbún­aði í veiði­húsum og aðgengi að veiði­svæðum með vega­lagn­ingu.

Tekjur af lax- og sil­ungs­veiði­hlunn­indum hafa í margar kyn­slóðir verið mjög mik­il­væg stoð við búskap fjöl­margra bænda í sveitum lands­ins. Ef þessi verð­mæti skerð­ast verður fót­unum kippt undan afkomu fjöl­skyldna um allt land. Laga­leg umgjörð um sam­vinnu­fé­lög bænda í tengslum við veiðiár tryggir að tekj­urnar dreifast með lýð­ræð­is­legum hætti innan sveita.

Þessi verð­mæti eru ekki aðeins í hættu vegna þeirrar óhjá­kvæmi­legu erfða­blönd­unar sem verður þegar eld­is­fiskur af norskum upp­runa gengur upp í árn­ar, heldur verður skað­inn strax þegar eld­is­fiskur veiðist í ánum. Orð­spor við­kom­andi veiðiár bíður þá hnekki og verð­mæti hlunn­inda hennar minnk­ar.

Lax­veiði í Huna­vatns­sýslum og reyndar víða um land er mik­il­vægur þáttur þeim hluta dýrasta hluta ferða­manna­iðn­að­ar­ins. Þó það fari ekki hátt þá heim­sækja árnar margir auð­ugir ferða­menn. Þessir aðilar leggja mikið upp úr að árnar séu sjálf­bærar og allt umhverfi sé i sátt við nátt­úr­una. Í við­tölum við erlenda veiði­menn hafa oft komið fram áhyggjur þeirra af áhrifum lax­eldis í sjó á stofna ánna. Við erum því í þessu sam­bandi bæði að tala um raun­veru­leg áhrif þ.e. eld­is­lax gengur í á, en einnig áhrif á orð­spor allra ann­arra áa gangi eld­is­lax í eina á.

Koma þarf í veg fyrir að til­rauna­eldi í opnum sjó­kvíum fari ofan í Ísa­fjarð­ar­djúp. Óboð­legt við þær aðstæður sem eru uppi að setja niður opnar sjó­kvíar í fleiri firði við landið en eru þar nú þeg­ar. Hægt er að fá allar nauð­syn­legar upp­lýs­ingar frá þeim sjó­kvía­eld­is­fyri­tækjum sem eru þegar starf­andi. Fréttir frá því í sumar af því að eld­is­fiskur hefur veiðst á ám sem eru víðs­fjarri sjó­kvía­eldi sýna okkur sem ekki verður um villst að eld­is­fikur ferð­ast langa vega­lengd. Gjarnan 400 til 600 km áður en henn gengur upp í ár, þetta stað­festa rann­sóknir í Nor­egi.

Með því að setja niður sjó­kvía­eldi í Djúpið er kom­inn eld­is­lax í næsta nágrenni við hún­vetnsku árn­ar. Í því sam­bandi er rétt að minna á að fjar­lægð frá fyr­ir­hug­uðum kvíum í Djúp­inu í árnar í Húna­vatns­sýslu er á milli 200 til 300 km.

2) Eldi í opnum sjó­kvíum ógnar villtum laxa­stofnum

Norskir vís­inda­menn hafa stað­fest að 66% villtra stofna í Nor­egi hafa skað­ast vegna erfða­blönd­un­ar. Gera má ráð fyrir að einn eld­is­lax sleppi úr hverju einu tonni sem alið er í sjó­kví­um. Það þýðir að 71.000 eld­is­laxar sleppi í sjó við Ísland á hverju ári ef áform um 71.000 tonna eldi ná fram að ganga. Til sam­an­burðar er talið að hrygn­ing­ar­stofn íslenska lax­ins sé um 40.000 fisk­ar. Norski eld­is­lax­inn hefur verið rækt­aður um langa hríð sem hrað­vaxta hús­dýr og ber með sér erfða­eig­in­leika sem geta verið mjög skað­legir þegar þeir bland­ast villtum stofnum og dregið stór­lega úr mögu­leikum þeirra til að kom­ast af í nátt­úr­unni.

— Erfða­blönd­unin er ekki eina hættan þegar fiskur sleppur úr opnum sjó­kví­um. Við­vera eld­is­fisk ein og sér skaðar afkomu­mögu­leika villtra stofna. Eld­is­fisk­ur­inn gengur seinna í árn­ar, leitar á sömu hrygn­ing­ar­staði og getur rótað þar upp og spillt fyrir hrygn­ingu villtra stofna.

– Við þetta bæt­ist eitr­anir vegna laxalús, lúsin sjálf, nýrna­veiki og aðrir fisk­sjúk­dómar sem grass­era í kví­un­um.

Virð­ing­ar­fyllst.

  1. októ­ber  2018.

Krist­inn Guð­munds­son, for­maður Veiði­fé­lags Hrúta­fjarð­arár og Síkár

Þor­steinn B. Helga­son, for­maður Veiði­fé­lags Mið­firð­inga

Björn Magn­ús­son, for­maður Veiði­fé­lags Víði­dalsár

Birgir Ing­þórs­son, for­maður Veiði­fé­lags Gljúfurár

Magnús Ólafs­son, for­maður Veiði­fé­lags Vatns­dalsár

Páll Á Jóns­son, for­maður Veiði­fé­lags Laxár á Ásum

Oddur Hjalta­son, for­maður Veiði­fé­lags Fremri – Laxár

Sig­urður Ingi Guð­munds­son, for­maður Veiði­fé­lags Blöndu og Svartár

Anna Mar­grét Jóns­dótt­ir, for­maður Veiði­fé­lags Laxár á Refa­sveit

Magnús Berg­mann Guð­manns­son, for­maður Veiði­fé­lags Hallár.

DEILA