Úrskruðarnefnd um umhverfisnefnd og auðlindamál vísaði í dag frá beiðni fiskeldisfyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish.
Segir nefndin að ekki séu fyrir hendi í lögum heimild fyrir nendina til þess að fresta réttaráhrifum af eigin úrskurðum þrátt fyrir fyrirliggjandiálit Umboðsmanns Alþingis. Segir í úrskurði úrskurðarnefndarinnar „Þótt því sé haldið fram að úrskurðarnefndir hafi ólögfestar heimildir til að fresta réttaráhrifum eigin úrskurða er að mati nefndarinnar óvarlegt að draga svo afdráttarlausa ályktun af fyrirliggjandi álitum umboðsmanns Alþingi.
Bendir nefndin á að ráðherra hafi heimild til að veita tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi og ennfremur bendir nefndin á að ef Matvælastofnun taki ákvörðun um að stöðva starfsemi rekstraraðila sé sú ákvörðun kæranleg til ráðherra sem geti eftir atvikum frestar réttaráhrifum af þeirri ákvörðun.