Tungumálatöfrar eru mikilvægir

Við lok skrúðgöngunnar 2018 fleyttu börnin bátum. Mynd: Eliza Reid.

Tungumálatöfarar er í íslenskunámskeið fyrir 5-11 ára börn fer fram á Ísafirði 5. – 10. ágúst 2019. Námskeiðið hefur verið að þróast síðustu þrjú árin og er orðinn fastur viðburður á Ísafirði. Kennararnir sem leiða starfið eru myndlistarkonurnar Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir og Nina Ivanova og tónlistarfólkið Dagný Arnalds og Jóngunnar Biering
Margeirsson.

Í þessu myndbandi eru góðar lýsingar á hvernig námskeiðið fer fram og
hversu mikilvægt fólki finnst það.

Tungumálatöfrar er sumarviðburður sem er orðinn fastur liður í menningarlífi Ísafjarðar. Viðburðurinn tengir saman ólíka samfélagshópa og um leið opnar hann á þann möguleika að Íslendingar sem búa í útlöndum eigi kost á málörvun fyrir börnin sín.

Samhliða tungumálatöfrum er að þróast skrúðaganga og bæjarhátíð sem
nefnist Töfraganga en hún markar lokin á námskeiðinu og er opin
öllum sem eru á Ísafirði þann dag.

DEILA