Leitað var eftir afstöðu Tálknafjarðarhrepps til skýrslu Vegagerðarinnar um vegagerð í Gufudalssveit. Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti og Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri svöruðu fyrirspurninni:
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur ávallt lagt mikla áherslu á að nú þegar verði hafin vinna við nýjan veg í Gufudalssveit og ný skýrsla Vegagerðarinnar breytir engu þar um. Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum hafa beðið of lengi eftir þessum nauðsynlegu vegbótum og frekari tafir ekki boðlegar. Sveitarstjórnin hvetur stjórnvöld til að hefja þegar í stað undirbúning framkvæmda.
Bjarnveig Guðbrandsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps
Bryndís Sigurðardóttir sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
Bryndís Sigurðardóttir segir að þetta þýði að Tálknafjarðarhreppur styðji Þ-H leið, en líka hinar leiðirnar, svo fremi að framkvæmdir hefjist strax.