Pétur Markan, formaður Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga lætur af þeim embættum um helgina og á Fjórðungsþingi á Ísafirði verður kosinn nýr formaður. Pétur er ekki lengur sveitarstjórnarmaður og því ekki kjörgengur áfram. Í greininni þakkar hann fyrir samstarfið og fer yfir starfið á vettvangi sveitarstjórna á Vestfjörðum. Telur hann stofnun Vestfjarðastofu mesta framfaramál í vestfirsku sveitarstjórnarmálum í langan tíma.
Greinina í heild er að finna undir aðsendar greinar.