Við erum að fást við manngerðar hamfarir og óhugsandi annað en að ríkisstjórn og Alþingi stigi inn í málið og afstýri alvarlegum vanda á Vestfjörðum, segir Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Hann mun næstu vikur sitja á Alþingi.
Teitur Björn bætir við: „Löggjöfin sem við búum við og ákvarðanir stjórnsýslunnar eru mannanna verk og þeim er hægt að breyta. Við erum ekki að kljást við náttúruna. Það sem þarf að gerat strax er að fólk og fyrirtæki á Vestfjörðum hafi traustan grunn til að byggja sitt samfélag. Tíminn til aðgerða er naumur.“
Teitur Björn Einarsson sagðist hafa fulla trú á því það muni takast að leysa farsællega úr þessum vanda.