Jón Jónsson ráðinn á rannsóknarsetrið

Jón Jónsson, þjóðfræðingur.

Jón Jónsson, þjóðfræðingur, Kirkjubóli við Steingrímsfjörð,

Jón Jónsson, þjóðfræðingur.

hefur verið ráðinn verkefnisstjóri  rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum, Þjóðfræðistofu. Þrjár umsóknir bárust um starfið en tvær voru dregnar til baka.

Jón er með meistarapróf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Áður en hann kom til starfa við rannsóknasetrið starfaði hann sem menningarfulltrúi Vestfjarða í tæpan áratug. Þar áður rak Jón rekið eigið fyrirtæki á sviði miðlunar sögu og þjóðfræða. Jón hefur stundið margvíslegar rannsóknir í þjóðfræði.

Jón hefur gegnt tímabundnu starfi við rannsóknasetrið síðustu tvö árin eða frá því að setrinu var komið á fót haustið 2016. Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Ísland, segir að með ráðningunni sé starfið orðið ótímabundið og þannig mikilvægt skref tekið til að festa starfsemi Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu enn betur í sessi.

Með samningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands í ársbyrjun 2016 var sett af stað vinna við að greina tækifæri og leiðir við að koma rannsóknasetrinu á fót, en áður hafði Strandagaldur staðið fyrir rekstri Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Á grunni þessarar vinnu varð úr að ráðuneytið fól Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands að hefja starfsemi rannsóknaseturs í þjóðfræði á Ströndum, í náinni samvinnu við heimamenn. Að hluta til er byggt á þeim góða grunni sem áður hafði verið lagður með starfsemi Þjóðfræðistofu Strandagaldurs. Aðsetur rannsóknasetursins er í Þróunarsetrinu á Hólmavík.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofa er eitt af níu rannsóknasetrum Háskóla Íslands um landið. Viðfangsefni þeirra eru fjölbreytt, en á meðal þeirra eru lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, fornleifafræði og þjóðfræði.

 

DEILA