Halla Signý: R leiðin ekki vænleg

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm.  segir R leiðina ekki vænlegan kost þar sem sú leið sé bæði dýrari og óraunhæfari. Hún var spurð um viðbrögð sín við skýrslu Vegagerðarinnar.

„Hún kemur mér ekki á óvart. Var á kynningafundi í sumar þar sem Multiconsult kynnti R-leiðina eftir sinni rannsókn. Sveitarfélagið hefur sagt að þau taki afstöðu til framhaldsins eftir að þau fái niðurstöðu Vegagerarinnar er komin.

Ingimar oddviti sagði að ef Vegagerðin kæmist að þeirri niðurstöðu að hún (R leiðin) væri miklu dýrari og óraunhæfari kostur þá myndi þeir halda áfram með Þ-H leiðina.

Það er mitt mat að þessi leið sé bæði dýrari og óraunhæfari út frá kostnaði, lengd og enn hefur ekki verið staðfest að það þurfi ekki umhverfismat fyrir henni. Líka er ljóst að ekki er sátt um R- leiðina heldur svo það er ekki kostur við hana umfram aðra hvað það varðar og ljóst að hún verður kærð.“

DEILA