Anna M. Þ. Ólafsdóttir aðalræðismaður Tailands á Íslandi kom færandi hendi vestur á Ísafjörð í dag. Hún gaf Bókasafninu á Ísafirði fjöldann allan af tælenskum bókum. Anna sagðist vera með í huga að bækurnar kæmu að góðum notum til þess að viðhalda móðurmáli barna sem eiga tælenska foreldra. Um 1200 – 1500 manns af tælenskum uppruna búa á Íslandi og á norðanverðum Vestfjörðum eru um 60 fjölskyldur þar sem einhver í fjölskyldunni á tælensku að móðurmáli.
Í Safnahúsinu á Ísafirði var fjölmenni í dag og börnin kunnu greinilega vel að meta bókakostinn.