Það var mörgum brugðið sem von er þegar úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi rekstrar- og starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Í kjölfarið hófst heiftug umræða um fiskeldi, þar sem sitt sýnist hverjum en öllum eitthvað. Þegar ummæli Óttar Yngvasonar lögfræðings féllu um meint starfsfólk laxeldisins á suðurfjörðunum var ljóst að ekki yrði setið lengur undir rangmælum af þessu tagi.
Áhugafólk um uppbyggingu laxeldis á Íslandi stofnaði Facebooksíðu þar sem ætlunin er að setja fram staðreyndir um fiskeldi, ásamt því að kynna fólkið sem vinnur við atvinnugreinina.
Síðan er ekki fréttamiðill heldur samfélagssíða áhugafólks. Þar segir: „Tilgangurinn er að birta fleiri hliðar á fiskeldi en þá einhliða og oft á tíðum villandi umræðu sem hefur einokað flesta miðla. Einnig að sýna andlitin á fólkinu sem við þetta starfar. „Ritstjórn“ deilist á marga aðila. Sumir eru starfandi í greininni en ekki allir. Þessi síða er ekki á vegum fyrirtækja og sjá einungis sjálfboðaliðar við „ritstjórn.“
Fjölmargir einstaklingar hafa birt frásagnir sínar á síðunni og sagt frá ástæðum þess að það starfar við fiskeldi og kýs búsetu á Vestfjörðum. BB fékk leyfi hjá þessum einstaklingum til að birta frásagnir þeirra, og þær munu koma koll af kolli á bb.is núna um helgina.
Sæbjörg
sfg@bb.is