Fjórðungsþing Vestfirðinga: krefst aukinnar orkuframleiðslu á Vestfjörðum

Frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið var á Ísafirði um síðustu helgi ályktaði um orkumál:

Þriðja haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga haldið á Ísafirði dagana 5.-6. október 2018 krefst þess að eigi síðar en árið 2030 verði þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum tryggð n-1 tenging (hringtenging). Haustþingið krefst þess einnig að orkuframleiðsla innan Vestfjarða verði aukin til að Vestfirðir verði sjálfbærir í orkuframleiðslu og geti mætt aukinni eftirspurn
samhliða uppbyggingu atvinnulífs.

DEILA