Sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson, hóf fundaferð sína um landið með almennum fundi á Ísafirði í gærkvöldi. F jölmennt var á fundinum , um 60 – 70 manns. Ráðherra flutti framsögu og greindi frá framvindu mála varðandi fiskeldið og leyfisveitingar og kynnti löggjöf sem Alþingi samþykkti í fyrradag. Þá fór hann yfir veiðigjald og álagningu þess.
Að framsögu lokinni hófust umræður og voru bornar fram fyrirspurnir. Spurt var um fyrirhugaða löggjöf um álagningu veiðigjalda og minnt á stöðu smábáta í því samhengi. Sjávarútvegsráðherra kvað veiðigjaldið vera gjald fyrir aðgang að miðunum sem allir yrðu að greiða. Þá kom frá hjá sjávarútvegsráðherra að hann taldi óvissu um uppbyggingu fiskeldis í sjó hefði minnkað með afgreiðslu Alþingis. Góður samhljómur var í fundarmönnum um afstöðuna til sjókvíaeldis.