Fjórðungsþing Vestfirðinga stendur nú yfir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Þar hefur verið lagt fram skjal um efnahagsleg og samfélagsleg áhrif af fiskeldi á Vestfjörðum.
Þar kemur fram að burðarþol gefur að 80 þúsund tonna fiskeldi geti verið á Vestfjörðum. Sé miðað við 70 þúsund tonna framleiðslu yrði verðmæti framleiðslunnar um 65 milljarðar króna á ári og bein og afleidd störf yrðu um 1150.
Greinargerðin í heild er svohljóðandi:
Á grundvelli forsenda skýrslu KPMG um efnahagsleg og samfélagsleg áhrif fiskeldis í
Ísafjarðardjúpi (september 2017), má telja að áhrif af 70 þús tonna eldi verði komið upp á
næstu 10 til 15 árum, miðað við 80 þús tonna burðarþol. Áhrif þessa eru sem hér segir;
• Heildarverðmæti má áætla að verði um 65 milljarðar
• Bein störf 730 og afleidd störf um 420, samtals um 1.150 störf (þar af er nú talið að um
200 störf séu þegar kominn á Vestfirði miðað við um 10 þ tonna).
• Íbúaþróun, miðað við þegar bein störf eru í hámarki að það fjölgi um 2.500 manns m.t.t.
ruðningsáhrifa. Leggja má það mat að þessi 200 störf sem þegar eru kominn að þau
standi á bak við um 400 – 450 íbúa. Nettófjölgun er hinsvegar minni, en við sjáum bara
fjölgun í Vesturbyggð um 130 manns frá árinu 2008, í öðrum sveitarfélögum á
fiskeldissvæðinu er enn fækkun, en eins má segja að þessi uppbygging hafi komið í veg
fyrir meiri fólksfækkun að óbreyttu og hugsanlega hrun í einhverjum byggðalögum.
• Skattgreiðslur til ríkissjóðs verði 2,8 milljarðar á ári og um 700 mkr renni til sveitarfélaga,
þegar flest bein störf eru til staðar og framleiðsla kominn í hámark