Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga var í gær kosinn í miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Fékk Finnbogi flest atkvæði í kjöri 12 miðstjórnarmanna 250 eða 91% greiddra atkvæða. Finnbogi Sveinbjörnsson var einn af forsetum þingsins.