Það er komið að þriðja Bókaspjalli ársins í Safnahúsinu á Ísafirði og að vanda tvö erindi á dagskrá. Helga Aðalsteinsdóttir ætlar að spjalla um bækur og Gunnvör S. Karlsdóttir, doktor í íslenskum bókmenntum verður með erindi um Guðmundu biskup Arason hinn góða.
Um erindi Gunnvarar segir:
„Flestir Íslendingar þekkja sagnir af Guðmundi hinum góða Hólabiskupi enda var hann sérstæður einstaklingur sem ekki beygði sig auðveldlega undir vald annarra. Af þessum aðsópsmikla biskupi voru ritaðar ekki færri en fjórar sjálfstæðar sögur á fyrri hluta 14. aldar sem allar sækja efni sitt til Sturlunga sögu á einn eða annan hátt. Í erindi sínu mun Gunnvör segja frá helstu æviatriðum Guðmundar svo sem trúrækni hans, umhyggju fyrir fátækum og ágreiningi við ýmsa valdamestu höfðingja Sturlungaaldar en einnig kirkjunnar menn. Ennfremur verður sagt frá nýjum kafla í sögu Guðmundar góða sem hófst eftir dauða hans og spannar tímbilið fram til 1315 er hann var lýstur helgur maður af Auðunni Þorbergssyni Hólabiskupi en um dýrlingshelgi Guðmundar stóð talsverður styrr þar til Auðunn biskup tók af skarið. Um þann ágreining er svokölluð C-gerð Guðmundar sögu eina heimildin en hún hefur enn ekki komið út á prenti nema að mjög takmörkuðu leyti.“
Bókaspjallið hefst klukkan 14 og allir eru velkomnir.
Sæbjörg
sfg@bb.is