70 ára afmæli Tónlistarskólans á Ísafirði

Frá afmælissöngnum í dag í Hömrum. Myndir:Þorsteinn Tómasson.

Tónlistarskólinn á Ísafirði varð 70 ára í dag. Af því tilefni verða vegleg hátíðahöld sem hófust í dag og verða næstu daga.

Öllum nemendum var boðið að mæta klukkan 17:00 í Hamra, þar sem þeir hittu kennara sína og aðra nemendur skólans, æfðu saman afmælissöng í tilefni dagsins og hlustuðu  á stutta dagskrá sem var í höndum kóra skólans.

Frá afmælissöngnum í dag í Hömrum. Myndir:Þorsteinn Tómasson.

DEILA