Sæferðir hafa gefið út vetraráætlun ferjunnar Baldurs fyrir tímabilið september til maí 2019. Siglt verður einu sinni á dag á sunnudögum, mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Lagt er af stað frá Stykkishólmi þá daga klukkan 15:00 og komið við í Flatey á leiðinni til Brjánslækjar. Lagt er svo af stað aftur frá Brjánslæk klukkan 18:00 og komið við í Flatey á leiðinni til Stykkishólmar. Athygli er vakin á því að það þarf að bóka ferð fyrirfarm fyrir farþega til og frá Flatey.
Siglt verður tvisvar á dag á þriðjudögum og föstudögum í vetraráætluninni. Fyrri ferð þessa daga verður klukkan 9:00 frá Stykkishólmi og síðari ferðin klukkan 15:00.
Ekki er siglt á laugardögum frá 16. september næstkomandi til 11. maí 2019 nema um sérstakar aukaferðir sé að ræða sem verða þá auglýstar. Ferjan siglir ekki eftirfarandi hátíðisdaga: Aðfangadag, Jóladag, Gamlársdag, Nýarsdag, Föstudaginn langa og Páskadag.
Aron Ingi
aron@bb.is