Umferðaröryggi á Bíldudal

Bíldudalur. Mynd úr safni. Ljósmyndari Mats Wibe Lund.

Á 50. fundi Skipu­lags– og umhverf­is­ráðs Vest­ur­byggðar var lögð fram til kynn­ingar skýrsla VSÓ Ráðgjafar um umferðarör­yggi á Bíldudal. Í skýrsl­unni er farið yfir forsendur, grein­ingu á núver­andi ástandi, almennt um aðgerðir og tillögur til hrað­a­lækk­andi aðgerða. Einnig er stutt saman­tekt um gerð hugs­an­legs strand­vegs framhjá þétt­býlinu við strand­línuna.

Í skýrslunni er m.a. eftirfarandi lagt til:

  1. Sett verði upp svokallað þéttbýlishlið við suðurenda Dalbrautar, með miðeyju.
  2. Hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst frá Dalbraut 8 framhjá leikvelli við leikskóla. Norðan við leikskóla verði hámarkshraði 40 km/klst, sem og sunnan við Dalbraut 8 en á þeim kafla verði einnig fleiri hraðatakmarkandi aðgerðir.
  3. Hraðavaraskilti verði fært u.þ.b. 250 m innan í þéttbýlið.
  4. Upplýsingaskilti við gangbrautir.
  5. 30 km skilti og 30 km yfirborðsmerking við upphaf 30 km/klst svæðis.
  6. Tvær miðeyjur verði settar upp á Dalbraut, neðan Dalbrautar 30 og 46.

Skipulags– og umhverfisráð tók vel í hugmyndirnar en lagði til að tillagan yrði auglýst og óskað eftir athugasemdum við tillöguna. Tillagan mun einnig verða kynnt á opnu húsi á Bíldudal sem verður auglýst síðar. Athugasemdir og ábendingar skal senda til þjónustufulltrúa Vesturbyggðar, Lilju Sigurðardóttir, í netfangið lilja@vesturbyggd.is Opið er fyrir athugasemdir og ábendingar til og með 1. nóvember. Að loknum athugasemdafresti mun skipulags- og umhverfisráð fjalla um þær ábendingar og athugasemdir  sem berast og í framhaldi gera tillögu að aðgerðaráætlun til bæjarstjórnar í samvinnu við VSÓ ráðgjöf.

Aron Ingi

aron@bb.is

DEILA