Vísindaportið þessa vikuna verður með óvenjulegu sniði. Það verður sneisafullt af áhugaverðum erindum og hefst klukkan 12:00 og teygir sig fram yfir hádegið til klukkan 14:30. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, verður gestur Vísindaportsins ásamt tveimur erlendum fræðimönnum en dagskráin er í samstarfi við Byggðastofnun. Vakin er athygli á því að mögulegt er að sækja Vísindaportið á hefðbundnum tíma eingöngu eða framlengja til kl. 14:30 fyrir þá sem geta gefið sér tíma í það.
Rannsóknarteymið samanstendur af Aileen Stockdale, prófessor við School of Natural and Built Environment, Institute of Spatial Environmental Planning við Queen’s University í Belfast, Norður Írlandi og af Tiöldu Haartsen, aðjúknt í Rural Geography við Rijksuniversiteit Groningen, í Niðurlöndunum. Þær Aileen Stockdale og Tialda Haartsen hafa báðar einbeitt sér að búferleflutningum og einkum beint sjónum að þeim þáttum sem kunna að hafa áhrif á að fólk vilji eða þurfi að flytja – eða vilja og þurfa einmitt ekki að flytja. Þær halda eitt erindi sameiniglega um að flytja eða vera kyrr út frá ólíkum æviskeiðum fólks í Niðurlöndunum og Bretlandi.
Á undan erindi þeirra mun Þoroddur Bjarnason veita yfirsýn yfir hvernig þessi mál standa hér á Íslandi – að flytja eða að vera, hvort slík ákvörðun er sjálfsprottin eða ekki.
Til að tengja þetta áhugaverða efni beint við aðstæður á Ísafirði og Vestfjörðum hafa nokkrir einstaklingar á ólíkum æviskeiðum verið fengnir til að kynna sýn sína á þetta viðfangsefni. Forsendurnar sem liggja að baki ákvörðun um búferlaflutninga geta verið afar ólíkir hjá ungum menntskælingum sem ákveða að drífa sig á heimavist MÍ eða lífeyrisþega sem vill eða þarf að flytja suður.
Dagskráin
12:00 súpa í boði
12:10-12:30: Þóroddur Bjarnason: „Að fara eða vera? Fólksflutningar á Íslandi“
12:30-13:00: Raddir úr heimabyggð:
Eyþór Smári Sigurðsson Ringsted menntskælingar
Guðmundur Gunnarsson nýfluttur bæjarstóri
Hlíf Guðmundsdóttir lífeyrisþegi
13:00-13:40: Aileen Stockdale og Tialda Haartsen: „(Im)mobility across the life course in the Netherlands and United Kingdom“
13:40-14:30: Umræður, kaffi og með því
Vísindaportið býður upp á súpu og brauð í tilefni dagsins. Aileen Stockdale og Tialda Haartsen munu tala á ensku, framsögur heimamanna og erindi Þórodds Bjarnasonar verða á íslensku. Koma rannsóknateymisins er styrkt af Byggðastofnun.
Sæbjörg
bb@bb.is