Snerpa kaupir Mjallargötu 1 á Ísafirði

Á dögunum var undirritaður kaupsamningur um kaup Snerpu á verslunarhúsnæðinu í Mjallargötu 1, þar sem Húsasmiðjan var áður til húsa. Um er að ræða rúmlega 580 fermetra sem eru óinnréttaðir og mun taka nokkra mánuði að flytja starfsemi Snerpu að fullu yfir. Núverandi húsnæði að Mánagötu 6, sem er tæplega 400 fermetrar, verður sett á sölu.

Starfssemi Snerpu hefur vaxið mikið á undanförnu og því má helst þakka góðum viðtökum á ljósleiðaranum sem hefur nú þegar verið lagður í rúmlega 300 eignir í Ísafjarðarbæ og er heildarlengd hans orðin rúmlega 60 km. Fyrir slíka starfssemi þarf talsvert pláss fyrir kefli og vélar sem því fylgja og hentar núverandi húsnæði ekki vel undir slíkt.

Einnig mun nýja húsnæðið bjóða upp á betri sýnileika á verslun og mun því vera tekið til skoðunar aukið vöruúrval og breyttir opnunartímar í verslun.

En eins og er þá eru allar breytingar á hönnunarstigi og óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér og ekkert nema spenna hjá Snerpu fyrir komandi flutningum.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA