Lokaleikur knattspyrnuliðs Vestra í 2. deild karla fer fram á Olísvellinum klukkan 14 í dag. Liðið er í harðri toppbaráttu og aðeins 1 stigi frá liðunum í 1. sæti en þar sitja Afturelding í 1. sæti og Grótta í 2.
Vestri er í 3. sæti með 38 stig en þeir hafa átt feykilega gott mót í sumar og meðal annars unnið tvo síðustu leiki sína.
Kjarnafæði, Hótel Ísafjörður og Arnarlax ætla að bjóða frítt á völlinn, einnig ætlar Kjarnafæði ætlar að gefa hamborgara og pylsur til áhorfanda og því mun engin horfa svangur á þennan leik, en Vestri ætlar að klára lokaleikinn með stæl!
Sæbjörg
bb@bb.is