Grófu 15 metra í tvennum hliðargöngum

Frá Mjólká

Í viku 36 voru grafnir 36,2 m í sjálfum göngunum, en auk þess voru grafnir rúmir 15 m í tvennum hliðargöngum, hvorum fyrir sig, þar verða tæknirými og snúningsútskot, þannig er heildarframvinda vikunnar í greftri samtals 66,8 m.

Lengd ganganna í lok viku 36 var 3.489,8 m sem er 65,8 % af heildarlengd. Í vikulokin voru 195,3 m í hábunguna.

Lokið var við bæði hliðarrýmin í útskoti H í vikunni og nú er grafið í hefðbundnu graftrarsniði fram að hábungu. Bergið var gott í vikunni, en undir lokin var farið að sjást í þunnt rautt setlag og kargalag í botni ganganna.

Efnið úr göngunum var keyrt á haugsvæði, en einnig var fyllt í bráðabirgðatengingu frá syðri enda verkmarka inn á núverandi veg. Unnið var við mölun á 0-100 efni í efnishaug vestan við verkstæðið.

Klárað að fyllt var að syðri sökkli í Mjólká og byrjað að slá upp fyrir syðri stöpli, búið var að einfalda í lok vikunnar og klárt fyrir járnabindingu í næstu viku.

Í Dýrafirði var er búið að leggja niður megnið af vinnubúðum verktaka, von er á frágangsgengi til að loka og ganga frá í næstu viku. Einnig eru komnar tvær skrifstofueiningar upp á efsta plan ásamt sökkli fyrir eina skemmu á verkstæðisplani. Unnið var við vegagerð úr Kjaransstaðanámu í áttina að jarðgangamunna, núverandi endi á vegi er kominn ca. Í st. 9.800.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA