Flugvöllurinn á Þingeyri í stanslausri notkun

Undirritaður hefur tekið eftir því að nú í sumar hefur verið mikið af fugli við Þingeyrarflugvöll. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að fulginn er að nýta þetta frábæra mannvirki við að brjóta kuðunga. Hann flýgur með kuðunguna í þó nokkurri hæð yfir flugvöllinn og lætur hann detta á flugbrautina. Við það brotna kuðungarnir og þá á fuglinn auðvelt með að ná sér í fiskinn sem er í kuðungunum.


Ég fagna því að flugvölllurinn á Þingeyri er aftur kominn í notkun, og ekki skemmir það fyrir að öll öryggistæki eru “stand by” (sjá mynd). Slökkkviliðsbifreiðin hefur staðið úti í rúmt ár í öllum veðrum og vindum, dag sem nótt. Ekki var pláss fyrir hana inni síðastliðinn vetur, vegna þess að skýlið var fyllt af tjald- og húsvögnum.


Nú á haustdögum hefur það ekki háð fuglinum að lýsingu skortir, en undirritaður veit til þess að búið er að taka allan aðflugsbúnað og önnur ljós eru á kafi í gróðri. Við völlin er öll aðstaða til fyrirmyndinar, húsnæði (sem fuglinn þó virðist ekki þurfa að nota) bæði upphitað og í góðu ásigkomulagi.

Eins og sést á myndum gengur fuglinn snyrtilega frá kuðungunu í hrauk, það er ekki gert af mannavöldum að stafla honum upp og því væri kannski ástæða að bjóða David Attenborough að fylgjast með því sem þar fer fram. Ég veit ekki til þess að fuglinn geri þetta á öðrum flugvöllum á Vestfjörðum. Það ætti ekki að koma að óvart að hann geri þetta einmitt á þessum flugvelli, þar sem hagstæðustu flugskilyrðin eru talin vera hér miðsvæðis, þ.e. í Dýrafirði.


Ég er sannfærður um að Stefán heitinn Eggertsson, frumkvöðull í flugsamgöngum (sjá mynd af minnisvarða sem reistur var 1984) hefði ekki orðið ánægður með að nýtingin á flugvellinnum einnskorðaðist við þessa notkun. Hans hugmynd var að þetta mannvirki væri notað til að efla samgöngur á Vestfjörðum.

Sigmundur Fríðar Þórðarson

DEILA