Horfðu á þáttinn á N4, sjónvarpsstöð landsbyggðanna

Sigríður Kristjánsdóttir. Mynd: Karl Eskil Pálsson.

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu var gestur í þættinum Landsbyggðum á N4 sem sýndur verður fimmtudagskvöldið 6. september klukkan 20:30. Sigríður var viðstödd Japanska helgi á Þingeyri og var tekin á tal um ýmislegt sem snýr að Vestfjörðum við það tilefni. Hún sagði að Vestfirðingar bindi miklar vonir við fiskeldi fyrir vestan. Hún segir að heimamenn vilji byggja upp fiskeldi sem umhverfisvæna atvinnugrein, þar sem stuðst verði við nýjustu tækni og gott eftirlit.

Rætt var við Sigríði í þættinum Landsbyggðum á N4, meðal annars um fiskeldi á Vest-fjörðum og hér geta lesendur BB séð þennan áhugaverða þátt.

Sigríður sagði meðal annars í viðtalinu að lykilatriðið væri að ekki yrði gengið á auðlindirnar og að það ætti við um allar atvinnugreinar. Hún sagði að Vestfirðingar bindi miklar vonir við fiskeldi í framtíðinni en það sé samt sem áður ekki þannig að fiskeldi sé eina haldreipið. Lagði hún áherslu á að það mætti ekki skilja umræðuna fyrir vestan þannig að fiskeldið sé einhver björgunarhringur í atvinnumálum, það sé alls ekki svo. Hins vegar telur hún að við sem þjóð, getum ekki litið fram hjá þeim tækifærum sem fiskeldið getur gefið við að byggja upp nýja stoð í atvinnulífi landsins.

Viðtalið verður aðgengilegt hérna á BB á föstudaginn.

Aron Ingi
aron@bb.is

DEILA