Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og Strandakona mun á Borgarbókasafninu í dag klukkan 17:15, segja frá rannsóknum sínum á mannáti í íslenskum þjóðsögum. Fyrirlesturinn er fluttur í tengslum við veggspjaldasýninguna „Skessur sem éta karla“, sem nú stendur yfir á Borgarbókasafninu í Spönginni. Sýningin er unnin í samvinnu Dagrúnar og Sunnevu Guðrúnar Þórðardóttur teiknara.
Mannát birtist einkum í íslenskum tröllasögum, þar sem átök kynjanna leika stórt hlutverk. Þar segir oftast frá tröllskessum sem leggja sér karlmenn til munns. Hvað geta þessar sögur sagt okkur um samfélagið sem þær eru sprottnar úr?
Af hverju éta skessur menn og hvernig getur maður sloppið frá mannætunum?
Allir velkomnir sem þora!
Sæbjörg
bb@bb.is