Bryndís Sigurðardóttir nýr sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur samþykkt að ráða Bryndísi Sigurðardóttur í starf sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps úr hópi átta umsækjenda. Þetta var í annað sinn sem að starfið var auglýst en frá þessu segir á Rúv.

Bryndís Sigurðardóttir hverfur frá starfi verkefnisstjóra byggðaeflingarverkefnisins Öxarfjörður í sókn sem hún hefur gegnt undanfarna mánuði á Kópaskeri. Hún er með kerfisfræðimenntun frá Danmörku, markaðs- og útflutningsnám frá Endurmenntun Háskóla Íslands og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Bryndís bjó á Flateyri um nokkura ára skeið áður en hún flutti á Kópasker og starfaði þar sem framkvæmdastjóri og fjármálastjóri í fiskvinnslu og fiskeldisfyrirtækjum áður en hún varð eigandi og ritstjóri héraðsfréttamiðlanna Bæjarins besta og bb.is.

Bryndís segir Vestfirðina hafa togað í sig en hún hyggst flytja vestur á næstu vikum.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA