2. deildar lið Vestra í knattspyrnu vermir enn efsta sæti deildarinnar með 28 stig, en 11. ágúst spiluðu þeir við Aftureldingu á Varmárvelli og gerðu jafntefli. Leikurinn var fremur tíðindalaus en búast má við því að Vestramenn sæki í sig veðrið þegar þeir mæta Víði á heimavelli á Ísafirði um næstu helgi.
Eftir glæsilegan sigur á Völsungi um daginn náði Vestri sér upp í 1. sætið og höfðu þá sigrað þrjá leiki í röð. Í 2. sæti í deildinni er Völsungur einnig með 28 stig og svo Kári, einnig með sama stigafjölda. Það er ljóst að Vestri verður að taka á öllu sínu til að halda toppsætinu og heimamenn verða að vera duglegir að mæta á leiki og hvetja þá sterklega.
Sæbjörg
bb@bb.is