Stöðug fjölgun nemenda síðan 2015

Þróun nemendafjölda í Grunnskólanum á Ísafirði frá 2011. Mynd: Ísafjarðarbær.

Í þessari viku hafa foreldrar allra grunnskólabarna í Ísafjarðarbæ farið í foreldraviðtöl eða fengið boð slík. Nema reyndar á Suðureyri þar sem ríkir sú skemmtilega hefð að kennarar ganga í hús og boða til viðtals en frá þessu er sagt á vef Ísafjarðarbæjar. Kennsla hófst í öllum skólum í morgun og næstu vikurnar ættu ökumenn að hafa það í huga að margir gangandi vegfarendur eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni. Við viljum líka biðja fólk að sýna tillitsemi og umburðarlyndi í skólaskutlinu, því alltaf má búast við ákveðnu kraðaki meðan fólk er finna rétta taktinn, sérstaklega í nánasta nágrenni við Grunnskólann á Ísafirði.

Nemendafjöldi í grunnskólunum á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri er svipaður og í fyrra, en á Ísafirði hefur verið áberandi fjölgun síðustu þrjú ár eftir nokkuð samfellda fækkun ár og áratugi þar á undan. Þá bendir nemendafjöldi í leikskólum sveitarfélagsins til þess að botninum sé náð og barnalán sé framundan í Ísafjarðarbæ.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA