Stoð er stoð- og hjálpartækjafyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir einstaklinga með fatlanir og stoðkerfisvandamál. Stoð er rótgróið fyrirtæki og hefur frá upphafi verið staðsett í Hafnarfirði. Hjá fyrirtækinu starfa 29 manns með mikla sérþekkingu, svo sem stoðtækjafræðingar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjasmiðir, skósmiðir, heilbrigðisverkfræðingur og þroskaþjálfi.
Sérsmíði er stór þáttur í starfsemi Stoðar og má í því sambandi nefna spelkur, sæti, innlegg og skór. Þá hefur hjálpartækjadeildin fjölbreytt úrval hjálpartækja fyrir börn og fullorðna, svo sem hjólastóla, göngugrindur, sjúkrarúm, vinnustóla, lyftara, bað og salernishjálpartæki.
Stoð á Ísafirði:
Framundan er sýning og kynning á hjálpartækjum þann 31. ágúst nk.
Sýningin verður á Hjúkrunarheimilinu Eyri frá kl. 14:00-17:00 og verða margskonar hjálpartæki til sýnis og prufu.
Meðal tækja sem fólki gefst kostur á að kynna sér og prófa verða
• Göngugrindur
• Hækjur og stafir
• Baðhjálpartæki
• Snúningslök
• Flutningshjálpartæki
• Þrýstingssokkar
• Ýmsar smávörur sem létta daglega störf
Á hjálpartækjasýningunni verður auk þessa hægt að kaupa ýmis sniðug smáhjálpartæki á góðu verði.
Sæbjörg
bb@bb.is